Sólbjarg

Í júní 2019 eignaðist Arion banki allt hlutafé TravelCo hf. og dótturfélögum er bankinn gekk að sínum veðum í félaginu. Sólbjarg er eignarhaldsfélag TravelCo. 

TravelCo var stofnað í kjölfar falls Primera Air ehf. og Primera Travel Group hf. og rekur ferðaskrifstofur á Íslandi, í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Markmið bankans með því að ganga að sínum veðum var að verja daglega starfsemi ferðaskrifstofanna.

Unnið er að því að selja hlutafé bankans í TravelCo og er félagið því flokkað sem starfsemi til sölu í samræmi við IFRS 5. Í árslok 2019 seldi bankinn Terra Nova Sól ehf., sem var hluti af TravelCo. Kaupin voru meðal annars með fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda.