Stuðningur við samfélagið

Arion banki kemur að og heldur fjölda fræðslufunda, ráðstefna og viðburða og er þannig virkur þátttakandi í samfélaginu. Yfir 13.200 gestir sóttu fræðslufundi, ráðstefnur og aðra viðburði á vegum bankans á árinu 2019 og auk þess tók bankinn þátt í fjölmörgum ráðstefnum og sýningum utan bankans.

Dæmi um viðburði árið 2019

 • Jón Jónsson fræddi á annað hundrað framhaldsskólanema um fjármál.
 • Um eitt þúsund manns mættu á fundi greiningardeildar bankans sem haldnir voru í höfuðstöðvum bankans. Stærstu fundir greiningardeildarinnar voru einnig sendir út í beinni útsendingu á Facebook.
 • Fjöldi viðskiptavina og annarra gesta sótti fræðslufundi um lífeyrissparnað á vegum bankans.
 • Fjöldi blaðamannafunda á vegum HSÍ fór fram í húsakynnum Arion banka á árinu.
 • Reglulega stendur Arion banki fyrir listasýningum og fyrirlestrum um myndlist og hönnun í höfuðstöðvum sínum. Bankinn á nú um 1.250 listaverk eftir marga af merkustu listamönnum þjóðarinnar og eru þau sýnileg í útibúum og á öðrum starfsstöðvum bankans.
 • Fjárfestadagur Startup Reykjavík var haldinn í höfuðstöðvum Arion banka í áttunda sinn.
 • Lokaumferð í samkeppni Ungra frumkvöðla (Junior Achievement á Íslandi) fór fram í höfuðstöðvum Arion banka þar sem 20 nemendafyrirtæki kepptu til verðlauna.
 • Um eitt þúsund háskólanemar heimsóttu bankann í vísindaferðum með það að markmiði að kynna sér starfsemi bankans.
 • Bíbí, Blaki og Ari úr Sparilandi mættu á bæjarhátíðir víða um land og á Arion banka fótboltamótið sem haldið var í Víkinni í Fossvogi. Í ár mættu um 2.700 stúlkur og drengir í Víkina, þar sem sum hver voru að stíga sín fyrstu skref á fótboltamóti.

Stuðningur og samstarf

Arion banki á í samstarfi við fjölda félagasamtaka og fyrirtækja og styður þau til góðra verka. Bankinn er meðal annars bakhjarl Hönnunarmiðstöðvar, Handknattleikssambands Íslands, Íþróttasambands fatlaðra og Nýsköpunarkeppni grunnskólanna og hluti af Ólympíufjölskyldu ÍSÍ. Að auki styðja útibú bankans um land allt hin ýmsu málefni í sinni heimabyggð.

 • Samstarf Arion banka og Hönnunarmiðstöðvar Íslands felur meðal annars í sér stuðning bankans við HönnunarMars, sem er einn aðalvettvangur Hönnunarmiðstöðvar til að koma íslenskri hönnun og hugviti á framfæri. Árið 2019 var DesignMatch haldið í höfuðstöðvum Arion banka sem hluti af HönnunarMars. Þar var um nokkurs konar kaupstefnu að ræða þar sem íslenskum hönnuðum var gefið tækifæri til að hitta erlenda kaupendur og framleiðendur og kynna hugmyndir sínar og hönnun.
 • Bankinn er hluti af Ólympíufjölskyldu ÍSÍ en fjölskyldan styður dyggilega við bak Íþróttasambands Íslands með það að markmiði að efla íslenskt íþróttalíf og þátttöku Íslands á erlendum vettvangi.
 • Arion banki er einn af aðalbakhjörlum Íþróttasambands fatlaðra og styður undirbúning og þátttöku sambandsins á Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó 2020.
 • Arion banki er einn af meginstyrktaraðilum HSÍ en bankinn hefur um árabil stutt við íslenskan handknattleik. 
 • Arion banki styrkir Skógræktarfélag Íslands. Styrkurinn felur meðal annars í sér stuðning við framkvæmd verkefnisins „Skógarvist, Skógargátt og lýðheilsa“, en verkefninu er ætlað að hvetja til útivistar og þar með bættrar lýðheilsu. Einnig nýtist styrkurinn til skógræktar.
 • Arion banki og Kolviður undirrituðu samning á árinu 2019 um bindingu þeirrar kolefnislosunar sem hlýst af starfsemi bankans. Kolviður mun binda kolefni í gróðri og jarðvegi með landgræðslu og skógrækt á móti þeirri kolefnislosun sem á sér stað í rekstri bankans.
 • Að auki styðjum við veglega við fjölda góðgerðamála á borð við Krabbameinsfélag Íslands, Rauða krossinn og Mæðrastyrksnefnd auk þess sem útibú bankans á landsbyggðinni styðja við fjölbreytt íþrótta- og menningarstarf í heimabyggð sinni.

HönnunarMars: Skissum saman í höfuðstöðvum Arion banka