Landey

Landey ehf. er fasteignaþróunarfélag í eigu SRL slhf. sem er sjóður í rekstri Stefnis hf.

Landey hefur frá stofnun árið 2009 komið að eignarhaldi á ýmsum fasteignum og þróunarverkefnum. Núverandi eignir félagsins eru lóðir og fasteignir á Blikastaðalandi, við Þrastarhöfða í Mosfellsbæ, á Arnarneshálsi í Garðabæ og við Bygggarða á Seltjarnarnesi. 

Markmið félagsins er að auka verðmæti eigna sinna með áframhaldandi þróun og uppbyggingu þessara svæða.