Ófjárhagslegar upplýsingar
Upplýsingar sem birtar eru í samantekt á ófjárhagslegum upplýsingum gilda fyrir árið 2019 og tengjast meginstarfsemi Arion banka, dótturfélög standa utan uppgjörsins. Gögn frá árunum 2015-2018 eru sett fram til samanburðar.
Umhverfi
Félagslegir þættir
Stjórnarhættir
Skýringar á tilvísunum
U, F og S eru vísanir í atriði tengd umhverfi (Environment), félagslegum þáttum (Society) og stjórnarháttum (Governance) sem kveðið er á um í leiðbeiningum Nasdaq á Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum.
GRI stendur fyrir Global Reporting Intiative. Aðferðafræði GRI hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að greina, safna og birta upplýsingar um efnahagsleg, umhverfisleg og samfélagsleg áhrif af starfsemi sinni.
UNGC stendur fyrir United Nations Global Compact. Með þátttöku í Global Compact skuldbinda fyrirtæki eða stofnanir sig til að vinna að tíu grundvallarviðmiðum Sameinuðu þjóðanna er varða samfélagsábyrgð og styðja helstu markmið Sameinuðu þjóðanna.
SDG vísar til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Heimsmarkmiðin voru samþykkt af fulltrúum allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í september árið 2015. Heimsmarkmiðin eru 17 talsins með 169 undirmarkmiðum. Í þessari töflu er vísað til yfirmarkmiðanna.
Aðferðafræði við umhverfisuppgjör
Við útreikninga á umhverfisuppgjöri Arion banka er stuðst við „The Greenhouse Gas Protocol“ sem er stöðluð aðferðafræði sem innleidd hefur verið af fjölda fyrirtækja um allan heim með góðum árangri. Arion banki hefur lagt áherslu á að loftslagsverkefnið sé unnið innan ramma þeirra innlendu og alþjóðlegu laga og reglugerða sem snúa að umhverfismálum.
Á myndinni hér fyrir neðan er aðferðafræðinni lýst en samkvæmt henni er gert ráð fyrir að losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) eigi sér stað í þremur þrepum. Í megindráttum myndast losun vegna flutnings á aðföngum til fyrirtækis, vegna eigin starfsemi fyrirtækis og vegna flutnings á vörum og þjónustu frá fyrirtæki. Þrepin innihalda þrjár tegundir umfanga sem skiptast í bein og óbein áhrif.