Um Arion banka
Arion banki er alhliða fjármálafyrirtæki sem leggur áherslu á að byggja upp langtímaviðskiptasamband við viðskiptavini sína og nýtur sérstöðu hvað varðar framsækna og nútímalega bankaþjónustu. Bankinn er skráður á aðallista kauphallanna Nasdaq Iceland og Nasdaq Stockholm.
Sem alhliða fjármálafyrirtæki þjónar Arion banki heimilum, fyrirtækjum og fjárfestum og leggur sérstaka áherslu á að uppfylla þarfir þeirra viðskiptavina sem þurfa fjölbreytta fjármálaþjónustu. Þjónustusvið bankans eru þrjú: viðskiptabankasvið, fyrirtækja- og fjárfestingarbankasvið og markaðir. Dótturfélög auka enn frekar þjónustuframboð bankans, en þau starfa á sviði sjóðastýringar og trygginga. Stefnir er eitt stærsta sjóðastýringarfyrirtæki á Íslandi og Vörður tryggingar býður upp á skaða- og líftryggingar og er fjórða stærsta tryggingafélagið á Íslandi. Fjölbreytt þjónustuframboð Arion banka felur í sér að tekjugrunnur starfseminnar er breiður og lánasafn bankans er vel dreift á milli einstaklinga og fyrirtækja annars vegar og atvinnugreina hins vegar. Þetta leiðir til góðrar áhættudreifingar.
Valitor Holding hf. er einnig í eigu Arion banka, en félagið er leiðandi á sviði færsluhirðingar og greiðslumiðlunar á íslenskum markaði og er einnig með starfsemi á Norðurlöndum og í Bretlandi. Félagið er í söluferli og er því flokkað sem starfsemi til sölu í bókum samstæðunnar.
Arion banki nýtur sterkrar stöðu á sínum mörkuðum sem byggir á skilvirkni og fjölbreyttu vöru- og þjónustuframboði. Kjarninn í stefnu bankans er að byggja upp langtímasamband við viðskiptavini með góðri þjónustu og sérsniðnum lausnum.
Arion banki er fjárhagslega sterkur banki sem leggur áherslu á að starfa á ábyrgan hátt í sátt við samfélag og umhverfi með það að markmiði að skapa verðmæti til framtíðar, viðskiptavinum, hluthöfum, samstarfsaðilum og samfélaginu öllu til góða.
Arion banki er íslenskur banki með starfsemi á Íslandi en þjónar þó einnig fyrirtækjum í sjávarútvegstengdum greinum í Evrópu og Norður-Ameríku.
Helstu þættir starfseminnar
Viðskiptabankasvið
- Skiptist í útibú og afgreiðslur, alls 19 talsins, sem eru víða um land.
- Þjónusta við viðskiptavini er veitt með stafrænum hætti, svo sem netbanka og appi, og í útibúum og þjónustuveri bankans.
- Veitir einstaklingum og smærri fyrirtækjum landsins alhliða fjármálaþjónustu, svo sem útlán, ráðgjöf um sparnaðarleiðir, greiðslukort, lífeyrissparnað og tryggingar.
- Áhersla lögð á stafrænar lausnir og virðisaukandi þjónustu í útibúum bankans.
Fyrirtækja- og fjárfestingarbankasvið
- Veitir fyrirtækjum alhliða fjármálaþjónustu sem sniðin er að þörfum hvers viðskiptavinar.
- Áhersla er lögð á persónulega þjónustu og góða yfirsýn yfir þarfir viðskiptavinarins.
- Veitir víðtæka ráðgjöf og þjónustu í tengslum við fjárhagslega umbreytingu fyrirtækja.
- Stór hluti eigna bankans eru útlán til fyrirtækja og endurspegla þau vel samsetningu efnahagslífsins.
- Meðal þjónustuþátta eru fjölbreytt úrval ávöxtunarleiða, fjármögnun, ráðgjöf, faktoring, fjárstýring, innheimtuþjónusta og netbanki.
Markaðir
- Skiptist í einkabankaþjónustu, fjárfestingarþjónustu, rekstur lífeyrissjóða, markaðsviðskipti og eignastýringu fagfjárfesta.
- Markaðsviðskipti sjá um miðlun verðbréfa, gjaldeyris og afleiða fyrir viðskiptavini bankans á innlendum og erlendum mörkuðum.
- Markaðir ávaxta fjármuni fyrir viðskiptavini hvort sem um er að ræða lífeyrissparnað, reglulegan sparnað í sjóðum, fjárfestingar í sjóðum eða stýringu á eignasafni.
- Rekur lífeyrissjóði sem taka bæði á móti viðbótarlífeyrissparnaði og skyldulífeyrissparnaði.
- Er helsti söluaðili sjóða Stefnis hf. sem er sjálfstætt starfandi fjármálafyrirtæki í eigu Arion banka. Nánari upplýsingar um Stefni er að finna á www.stefnir.is.