Brynjólfur Bjarnason

Ávarp stjórnarformanns

Það er ein af grunnskyldum allra fyrirtækja að vera rekin með ábyrgum og arðsömum hætti til hagsbóta fyrir alla haghafa; viðskiptavini, hluthafa, starfsfólk og samfélagið í heild. Til lengri tíma litið eru aðeins arðsöm fyrirtæki fær um að fjárfesta í þjónustu við sína viðskiptavini og leggja sitt af mörkum til samfélagsins.

Lesa ávarp stjórnarformanns

Benedikt Gíslason

Ávarp bankastjóra

Árið 2019 einkenndist um margt af breytingum á yfirstjórn og skipulagi bankans. Ráðist var í skipulagsbreytingar síðla árs og sjást jákvæð áhrif breytinganna á afkomu fjórða ársfjórðungs. Kjarnastarfsemi bankans skilaði rúmlega 10% arðsemi á fjórðungnum, sem er í takt við arðsemismarkmið bankans. Gætir áhrifa breytinganna bæði á tekju- og kostnaðarhliðinni.

Lesa ávarp bankastjóra

Lykiltölur

Hagnaður

1,1

milljarðar króna

Rekstrartekjur

48

milljarðar króna

Eigið fé

189,8

milljarður króna

Heildareignir

1.081,9

milljarðar króna

Arðsemi eiginfjár

0,6%

 
 

Eiginfjárhlutfall

24%

 
 

Samfélag og umhverfi

Yfirskrift stefnu bankans um samfélagsábyrgð er Saman látum við góða hluti gerast og felur meðal annars í sér að bankinn vilji vera öðrum fyrirmynd um ábyrga og arðbæra viðskiptahætti sem taka mið af umhverfi, efnahagslífi og því samfélagi sem bankinn starfar í.

Nánar

Við erum í forystu
í stafrænni þjónustu

99%

þjónustusnertinga
eru rafrænar

112.000

sjálfvirkar
lánaákvarðanir

22%

fjölgun notenda
í Arion appinu

100%

rafrænar umsóknir
bílalána

94%

af greiðslumötum eru
framkvæmd rafrænt

70%

af kreditkortaumsóknum
eru rafrænar

24.000

fjarfundir með
viðskiptavinum

68%

af kjarnavörum
eru stofnaðar rafrænt

33.000

hafa virkjað greiðslur
fyrir farsíma og snjalltæki

Fréttir ársins

21. janúar 2019

Opnað fyrir umsóknir í Startup Reykjavík 2019

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í viðskiptahraðalinn Startup Reykjavík fyrir sumarið 2019. Umsóknarfrestur rennur út 27. mars nk. en Startup Reykjavík hefst þann 10. júní og lýkur með kynningum verkefna fyrir fjárfestum þann 16. ágúst 2019.

08. febrúar 2019

Sjálfbærni og samfélagsábyrgð á Janúarráðstefnu Festu og Umhverfisráðstefnu Gallup

Margrét Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri eignastýringar Arion banka, var með erindi og tók þátt í pallborðsumræðum um ábyrgar fjárfestingar á Janúarráðstefnu Festu sem fram fór í Hörpu 17. janúar síðastliðinn.

11. febrúar 2019

Fræðslufundur um fjárfestingarleiðir og ávöxtun Frjálsa lífeyrissjóðsins

Á fundinum segir Hjörleifur Arnar Waagfjörð, forstöðumaður Eignastýringar fagfjárfesta Arion banka, frá ávöxtun og fjárfestingarleiðum Frjálsa lífeyrissjóðsins.

13. febrúar 2019

Afkoma Arion banka árið 2018

Hagnaður samstæðu Arion banka á fjórða ársfjórðungi 2018 nam 1,6 milljarði króna samanborið við 4,1 milljarðs króna hagnað á sama tímabili 2017.

20. febrúar 2019

Nýtt og fullkomnara Arion banka app kynnt í dag – nýjung á bankamarkaði og opið öllum

Arion banki kynnir í dag nýja útgáfu af Arion banka appinu en um er að ræða stærstu uppfærslu appsins frá upphafi.

12. mars 2019

Arion banki er stoltur bakhjarl Nordic Health Hackathon

Nordic Health Hackathon er viðskipta- og forritunarkeppni þar sem bæði íslensk og alþjóðleg teymi keppast við að búa til lausnir sem tengjast heilsu.

20. mars 2019

Aðalfundur Arion banka 2019

Aðalfundur Arion banka 2019 var haldinn í dag, miðvikudaginn 20. mars, í höfuðstöðvum bankans í Borgartúni. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf þar sem ársreikningur bankans var samþykktur.

28. mars 2019

Upplýsingar til þeirra sem keyptu flugmiða hjá WOW air og greiddu með greiðslukorti

Þar sem WOW Air hefur hætt starfsemi vill Arion banki taka fram að meginreglan er sú að handhafar Visa og MasterCard greiðslukorta (bæði debet- og kreditkorta) eiga endurkröfurétt þegar fyrirframgreidd þjónusta sem greitt var fyrir með greiðslukorti hefur ekki verið eða verður ekki innt af hendi.

03. apríl 2019

Norrænt heilsuhakkaþon - Arion áskorunin

Nýverið fór fram norrænt heilsuhakkaþon í Háskólanum í Reykjavík og var Arion banki einn helsti bakhjarl hakkaþonsins. Þar kepptust íslensk og alþjóðleg teymi um að þróa notendavænar lausnir sem stuðla að bættri heilsu og auknum lífsgæðum.

08. apríl 2019

Móttaka innlendra ávísana hætt þann 1. maí

Frá og með 1. maí mun Arion banki ekki lengur taka við innlendum ávísunum en bankinn hætti að selja ávísanahefti og bankaávísanir 1. nóvember sl.

12. apríl 2019

Arion banki er fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum

Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands veitti í gær Arion banka viðurkenningu fyrir að vera fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum.

23. apríl 2019

Stefán Pétursson tekur tímabundið við starfi bankastjóra Arion banka

Stjórn Arion banka hefur hafið undirbúning að ráðningu nýs bankastjóra. Stjórnin hefur falið Stefáni Péturssyni, framkvæmdastjóra fjármálasviðs Arion banka, að gegna starfi bankastjóra um sinn, eða frá 1. maí 2019 og þar til stjórn hefur ráðið bankastjóra til frambúðar.

29. apríl 2019

Arion banki fékk viðurkenningu fyrir nýtt útlit

Keppni Félags íslenskra teiknara, FÍT, er haldin árlega og þar er keppt um það besta í grafískri hönnun og myndskreytingum á Íslandi. Í ár var Arion banki tilnefndur til verðlauna fyrir nýtt útlit bankans í flokknum Mörkun ársins ásamt þremur öðrum verkefnum en innsendar tillögur voru yfir 60 talsins.

02. maí 2019

Ró-Box frá Tækniskólanum var valið besta íslenska nemendafyrirtækið árið 2019

Fyrirtækið Ró-Box, sem er í eigu nemenda við Tækniskólann, var valið fyrirtæki ársins 2019 í samkeppni Ungra frumkvöðla, Junior Achievement á Íslandi.

08. maí 2019

Afkoma Arion banka á fyrsta ársfjórðungi 2019

Hagnaður samstæðu Arion banka á fyrsta ársfjórðungi 2019 nam 1,0 milljarði króna samanborið við 1,9 milljarða króna hagnað á sama tímabili 2018.

28. maí 2019

Sjálfvirkni og gervigreind í Startup Reykjavík

Viðskiptahraðallinn Startup Reykjavík fer fram í áttunda skipti í sumar en verkefnið hefur fest sig í sessi sem eftirsóttur vettvangur fyrir sprotafyrirtæki sem vilja þróa áfram viðskiptahugmyndir sínar og hraða vexti undir leiðsögn sérfræðinga.

20. júní 2019

Breytingar á eignarhaldi TravelCo hf.

Arion banki hefur eignast allt hlutafé í TravelCo hf. og hyggst finna félaginu nýja framtíðareigendur svo fljótt sem auðið er.

28. júní 2019

Arion banki og Kolviður gera samning um kolefnisjöfnun

Arion banki og Kolviður hafa gert samning sín á milli um bindingu þeirrar kolefnislosunar sem hlýst af starfsemi bankans. Kolviður mun binda kolefni í gróðri og jarðvegi með landgræðslu og skógrækt á móti þeirri kolefnislosun sem á sér stað í rekstri bankans á árinu.

02. júlí 2019

Úrræði varðandi ráðstöfun á viðbótarlífeyrissparnaði framlengt

Samþykkt hefur verið frumvarp þess efnis að heimilt verði að ráðstafa viðbótarlífeyrissparnaði skattfrjálst inn á fasteignaveðlán og til húsnæðissparnaðar í 2 ár til viðbótar þ.e. til 30. júní 2021.

15. júlí 2019

Hluthafafundur í Arion banka hf. 9. ágúst 2019

Hluthafafundur í Arion banka hf. verður haldinn í höfuðstöðvum bankans að Borgartúni 19, 105 Reykjavík, þann 9. ágúst 2019, kl. 16:00. Fundurinn fer fram á íslensku, en boðið verður upp á túlkaþjónustu á ensku.

08. ágúst 2019

Afkoma Arion banka á öðrum ársfjórðungi 2019

Hagnaður samstæðu Arion banka á öðrum ársfjórðungi 2019 nam 2,1 milljarði króna samanborið við 3,1 milljarð króna hagnað á sama tímabili 2018.

13. ágúst 2019

Nýir stjórnarmenn hjá Arion banka

Á hluthafafundi Arion banka sem fram fór föstudaginn 9. ágúst voru þeir Paul Richard Horner og Gunnar Sturluson kjörnir nýir í stjórn bankans.

21. ágúst 2019

Startup Reykjavik Investor Day haldinn í áttunda sinn

Föstudaginn 16. ágúst sl. fór fjárfestadagur Startup Reykjavik fram í höfuðstöðvum Arion banka í áttunda sinn. Að vanda kynntu 10 fyrirtæki sem tekið hafa þátt í viðskiptahraðlinum í sumar sína viðskiptahugmynd.

11. september 2019

Arion banki lækkar vexti

Í kjölfar nýlegrar stýrivaxtalækkunar Seðlabanka Íslands munu inn- og útlánsvextir Arion banka breytast frá og með deginum í dag.

26. september 2019

Umfangsmiklar breytingar hjá Arion banka

​Stjórn Arion banka samþykkti á fundi sínum í morgun nýtt skipulag bankans sem tekur gildi í dag. Skipulagsbreytingarnar eru liður í vegferð bankans að settum markmiðum um 50% kostnaðarhlutfall og arðsemi eiginfjár umfram 10%.

01. október 2019

Fundur í Arion banka um samvinnuleið við innviðafjármögnun

Arion banki, breska sendiráðið á Íslandi og bresk-íslenska viðskiptaráðið bjóða til morgunverðarfundar fimmtudaginn 3. október um fjármögnun innviðaverkefna með samvinnuleið (public-private partnership).

10. október 2019

Arion banki lækkar vexti

Í kjölfar nýlegrar stýrivaxtalækkunar Seðlabanka Íslands munu inn- og útlánsvextir Arion banka breytast frá og með deginum í dag.

22. október 2019

Yfirsýn yfir reiknings- og kortaupplýsingar frá öðrum bönkum í Arion appinu

Arion banki hefur opnað á aðgengi að reiknings- og kortaupplýsingum frá öðrum bönkum í Arion banka appinu. Um er að ræða tímamót í fjármálaþjónustu hér á landi.

30. október 2019

Fræðslufundur um útgreiðslur úr lífeyrissparnaði

Að mörgu er að hyggja þegar kemur að útgreiðslu lífeyrissparnaðar og af því tilefni býður Arion banki til opins fræðslufundar þriðjudaginn 19. nóvember kl. 17, í Borgartúni 19,105 Reykjavík.

06. nóvember 2019

Arion banki er aðili að meginreglum Sameinuðu þjóðanna um ábyrga bankastarfsemi

Í lok september undirritaði Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, nýjar meginreglur um ábyrga bankastarfsemi (Principles for Responsible Banking) sem formlega voru kynntar við upphaf Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York

22. nóvember 2019

Arion banki og Vörður tryggingar opna saman nýtt útibú á Glerártorgi

Arion banki og Vörður tryggingar opna í sameiningu nýtt útibú á Glerártorgi á Akureyri. Nýja útibúið verður í góðum félagsskap tæplega 40 fjölbreyttra verslana, veitingastaða, lækna og tannlæknastofa í þessari stærstu verslunarmiðstöð landsins utan höfuðborgarsvæðisins.

28. nóvember 2019

Arion banki hættir móttöku á 500 evru seðlum

Arion banki mun frá 1. desember nk. ekki lengur taka á móti 500 evru seðlum.

05. desember 2019

Arion banki fjárfestir í Leiguskjóli ehf. - samstarf um húsaleiguábyrgðir sem auðvelda aðgengi að leigumarkaðnum

Arion banki hefur skrifað undir samstarfssamning við fjártæknifyrirtækið Leiguskjól ásamt því að fjárfesta í félaginu.

10. desember 2019

Lokun útibúa og þjónustuvers í dag

Útibúið á Blönduósi er lokað í dag vegna veðurs og útibúin á Siglufirði og Sauðárkróki lokuðu kl. 11.00. Nú hefur verið ákveðið að loka útibúum á Vesturlandi kl. 12.00 og öllum öðrum útibúum sem og þjónustuveri bankans kl. 14.00 í dag.

11. desember 2019

Styrmir Sigurjónsson ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs Arion banka

Styrmir Sigurjónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs Arion banka og mun hefja störf þann 17. febrúar næstkomandi.

19. desember 2019

Afgreiðslutími um jól og áramót

Afgreiðslutími útibúa, þjónustuvers og fjarþjónustu Arion banka um komandi jól og áramót verður sem hér segir:

18. janúar 2019

Arion banki semur við RB um innleiðingu á nýjum grunnkerfum

RB og Arion banki skrifuðu í dag undir samning um innleiðingu á nýjum grunnkerfum bankans. Um er að ræða kerfi frá Sopra Banking Software og lausnir frá RB sem reknar eru sameiginlega fyrir íslenska bankakerfið. Sopra, sem er eitt stærsta hugbúnaðarfyrirtæki Evrópu með yfir 40 ára reynslu, er samstarfsaðili yfir 800 fyrirtækja í 70 löndum og hefur nú þegar tekið þátt í tveimur innleiðingum á Íslandi.

29. janúar 2019

Arion banki veitir ORF líftækni langtímafjármögnun í samstarfi við Evrópska fjárfestingasjóðinn

Arion banki veitti ORF líftækni hf. nýverið langtímafjármögnun að fjárhæð samtals 3,7 milljónir evra, til frekari uppbyggingar félagsins, í samstarfi við Evrópska fjárfestingasjóðinn, European Investment Fund.

11. febrúar 2019

Fræðslufundur um útgreiðslur úr lífeyrissparnaði

Að mörgu er að hyggja þegar kemur að útgreiðslu lífeyrissparnaðar og af því tilefni bjóðum við til opins fræðslufundar í höfuðstöðvum bankans í Borgartúni 19, þriðjudaginn 26. febrúar kl. 17:30.

13. febrúar 2019

Á þitt fyrirtæki heima í Startup Reykjavik – kynningarfundur 21. febrúar

Startup Reykjavik hefur fyrir löngu sannað gildi sitt þegar kemur að víðtækum stuðningi við frumkvöðlafyrirtæki. Umsóknarfrestur í viðskiptahraðalinn fyrir starfsárið 2019 rennur út þann 27. mars næstkomandi.

20. febrúar 2019

Skýrslur Arion banka fyrir árið 2018

Arion banki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Skýrslurnar eru á rafrænu formi og því aðeins aðgengilegar á vef bankans. Ársreikningur bankans fyrir árið 2018 var birtur 13. febrúar og er einnig aðgengilegur á vef bankans.

26. febrúar 2019

Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson nýr svæðisstjóri Arion banka á Vesturlandi

Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson hefur verið ráðinn svæðisstjóri Arion banka á Vesturlandi. Hann tekur við starfinu af Eyjólfi Vilberg Gunnarssyni sem hefur tekið við sem forstöðumaður bíla- og tækjafjármögnunar Arion banka. Sigurgeir Sindri mun hefja störf hjá bankanum 1. apríl.

14. mars 2019

Þrjú Startup Reykjavík fyrirtæki á lista yfir tíu áhugaverðustu sprotana á Íslandi

Vefsíðan EU-Startups er sjálfstæður miðill sem heldur úti greinaskrifum um það helsta sem er að gerast í sprotaumhverfinu í Evrópu.

27. mars 2019

Fjölskylduviðburður í Kringluútibúi laugardaginn 30. mars

Við hvetjum fólk til að kíkja við í útibúi bankans í Kringlunni laugardaginn 30. mars á milli klukkan 13 og 16. Þar verða Stjörnu-Sævar og Þórey Mjallhvít hreyfimyndagerðarmaður og teiknari með hönnunarsmiðju fyrir alla fjölskylduna.

02. apríl 2019

Fræðslufundur um fjárfestingarleiðir, ávöxtun,uppbyggingu og sérstöðu Lífeyrisauka

Á fundinum mun Snædís Ögn Flosadóttir, rekstrarstjóri Lífeyrisauka hjá Arion banka og Hjörleifur Arnar Waagfjörð, forstöðumaður Eignastýringar fagfjárfesta hjá Arion banka, fara yfir ávöxtun, fjárfestingarleiðir og uppbyggingu Lífeyrisauka.

05. apríl 2019

Lausnir vegna tímabundins tekjumissis

Til að koma til móts við þá sem misst hafa störf sín að undanförnu hefur bankinn vakið sérstaka athygli á þeim lausnum sem eru í boði vegna tímabundins tekjumissis.

11. apríl 2019

Vörumessa Ungra frumkvöðla í Smáralind

​Helgina 5. og 6. apríl var haldin vörumessa JA Iceland - Ungra frumkvöðla í Smáralind. Vörumessan er nokkurs konar uppskeruhátíð, en frá áramótum hafa 550 nemendur í 13 framhaldsskólum unnið sleitulaust við að þróa vörur sem voru til sýnis og sölu í Smáralindinni.

12. apríl 2019

Bankastjóri Arion banka segir starfi sínu lausu

​Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, hefur sagt starfi sínu lausu. Stjórn bankans og Höskuldur hafa komist að samkomulagi um að hann sinni starfi bankastjóra fram til næstu mánaðarmóta.

29. apríl 2019

Helga Halldórsdóttir ráðin forstöðumaður mannauðs hjá Arion banka

Helga Halldórsdóttir hefur tekið við starfi forstöðumanns mannauðs hjá Arion banka. Helga hefur starfað hjá bankanum og fyrirrennara hans í um 12 ár og er viðskiptafræðingur að mennt frá Háskóla Íslands.

30. apríl 2019

Arion banki tileinkar sér nýjar meginreglur UNEP FI um ábyrga bankastarfsemi

Nýlega undirritaði Arion banki yfirlýsingu þess efnis að bankinn muni fylgja sex nýjum meginreglum UNEP FI um ábyrga bankastarfsemi í sátt við samfélag og umhverfi.

08. maí 2019

Viðskiptavinir Arion banka geta nú greitt með Apple Pay!

Viðskiptavinir Arion banka, sem eru með Visa debet- eða kreditkort, geta frá og með deginum í dag notað Apple Pay til að greiða fyrir vörur og þjónustu.

28. maí 2019

Arion banki innkallar endurskinsmerki

Arion banki innkallar endurskinsmerki sem hafa verið afhent á vegum bankans. Ástæða innköllunarinnar er að við athugun Umhverfisstofnunar á sambærilegum merkjum kom upp grunur um frávik frá reglum Evrópusambandsins um efnainnihald.

06. júní 2019

Bíla- og tækjafjármögnun Arion banka flytur í Smáraútbú

Föstudaginn 7. júní mun starfsemi bíla- og tækjafjármögnunar Arion banka opna í Smáraútibúi í Kópavogi. Undanfarin ár hefur starfsemin verið í Borgartúni 18 en flytur nú alfarið yfir í Kópavoginn.

25. júní 2019

Benedikt Gíslason ráðinn bankastjóri Arion banka

Stjórn Arion banka hefur ráðið Benedikt Gíslason í starf bankastjóra og mun hann hefja störf 1. júlí næstkomandi. Benedikt hefur umfangsmikla reynslu af störfum á íslenskum fjármálamarkaði undanfarna tvo áratugi.

28. júní 2019

Arion banki selur hlut sinn í Stoðum

Arion banki hf. hefur samið við dreifðan hóp fjárfesta um kaup þeirra á öllum hlut bankans í Stoðum hf.

08. júlí 2019

Ásgeir H. Reykfjörð ráðinn aðstoðarbankastjóri Arion banka

​Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason hefur verið ráðinn aðstoðarbankastjóri Arion banka og mun hann hefja störf með haustinu. Um nýtt hlutverk er að ræða innan bankans.

30. júlí 2019

Söluferli TravelCo, Heimsferða og Terra Nova Sól

Arion banki hefur hafið söluferli á öllu hlutafé TravelCo hf., Heimsferða ehf. og Terra Nova Sól ehf. Félögin reka ferðaskrifstofur á Íslandi, í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi.

09. ágúst 2019

Niðurstöður hluthafafundar Arion banka 9. ágúst 2019

Hluthafafundur Arion banka hf. var haldinn föstudaginn 9. ágúst kl. 16:00 í Borgartúni 19, 105 Reykjavík.

14. ágúst 2019

Yfir 2.500 þátttakendur á Arion banka mótinu í fótbolta

Yfir 2.500 börn hafa skráð sig til leiks á Arion banka mótinu í fótbolta sem haldið verður um helgina, 17.-18. ágúst, á félagssvæði Víkings í Fossvogi.

09. september 2019

Jónína S. Lárusdóttir framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Arion banka hættir störfum

​Jónína S. Lárusdóttir, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Arion banka, hefur óskað eftir að láta af störfum hjá bankanum.

12. september 2019

Rakel Óttarsdóttir framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs Arion banka hættir störfum

Rakel Óttarsdóttir, framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs Arion banka, hefur óskað eftir að láta af störfum. Rakel hefur setið í framkvæmdastjórn bankans frá árinu 2011 þegar hún tók við starfi framkvæmdastjóra þróunar- og markaðssviðs.

30. september 2019

Breytingar á Priority Pass heimsóknargjaldi

Gjald vegna heimsókna með Priority Pass á betri stofur flugvalla mun hækka úr 2.900 kr. í 3.900 kr. frá og með 1. október 2019.

04. október 2019

Vel mætt á morgunverðarfund um samvinnuleið

Arion banki, breska sendiráðið á Íslandi og bresk-íslenska viðskiptaráðið buðu til morgunverðarfundar fimmtudaginn 3. október um fjármögnun innviðaverkefna með samvinnuleið (public-private partnership).

10. október 2019

Arion banki styrkir Krabbameinsfélag Íslands um eina milljón króna

Í tilefni af bleikum október afhenti Arion banki í dag Krabbameinsfélagi Íslands eina milljón króna í styrk.

24. október 2019

Arion banki í 25. sæti á jafnréttislista Allbright

Allbright stofnunin í Svíþjóð hefur nú lokið úttekt á þeim 333 skráðu fyrirtækjum sem skráð eru í kauphöllina í Svíþjóð út frá stöðu jafnréttismála

30. október 2019

Afkoma Arion banka á þriðja ársfjórðungi 2019

Hagnaður samstæðu Arion banka á þriðja ársfjórðungi 2019 nam 0,8 milljörðum króna samanborið við 1,1 milljarð króna á sama tímabili 2018. Arðsemi eigin fjár var 1,6% á þriðja ársfjórðungi 2019 samanborið við 2,3% á sama tímabili árið 2018.

06. nóvember 2019

Nú getur þú borgað með Garmin og Fitbit

Viðskiptavinir Arion banka, sem eru með Visa debet- eða kreditkort, geta frá og með deginum í dag notað Garmin Pay og Fitbit Pay til að greiða fyrir vörur og þjónustu með úrinu sínu.

26. nóvember 2019

Yltal Fjártækniklasans með Benedikt Gíslasyni í Borgartúni í dag

Í dag kl. 14.00 verður Fjártækniklasinn með fund í Arion banka sem nefnist Yltal. Þar mun Gunnlaugur Jónsson, framkvæmdastjóri Fjártækniklasans, ræða við Benedikt Gíslason, bankastjóra, um hvernig Arion banki nálgast fjártæknibylgjuna og breytt umhverfi fjármálageirans.

28. nóvember 2019

Hagspá Arion banka kynnt fimmtudaginn 5. desember

Arion banki býður til morgunfundar fimmtudaginn 5. desember í höfuðstöðvum bankans, Borgartúni 19, þar sem fjallað verður um efnahagshorfur til næstu þriggja ára.

10. desember 2019

Skertur opnunartími í útibúum Arion banka í dag vegna veðurs

Útibú Arion banka á Blönduósi verður lokað í dag. Útibú bankans á Siglufirði og Sauðárkróki verða opin til kl. 11:00 í dag vegna veðurs.

11. desember 2019

Skertur opnunartími í dag í útibúum Arion banka á Norður- og Austurlandi

Útibú Arion banka á Norður- og Austurlandi verða lokuð til a.m.k. klukkan 12:00 í dag vegna þess veðurs sem gengið hefur yfir landið og þeirrar ófærðar sem nú er þar víða.

17. desember 2019

Arion banki og Fjármálaeftirlitið gera samkomulag um að ljúka máli með sátt

Fjármálaeftirlitið tilkynnti Arion banka í apríl 2018 að það hefði til skoðunar meðferð bankans á hagsmunaárekstrum í tengslum við aðkomu bankans að fjármögnun kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík.

19. desember 2019

Nordic Visitor kaupir Terra Nova

Nordic Visitor hf. hefur keypt ferðaskrifstofuna Terra Nova Sól hf. af dótturfélagi Arion banka. Terra Nova var hluti af TravelCo hf. sem var stofnað í kjölfar gjaldþrots PrimeraAir og Arion banki tók yfir í júní síðastliðnum.

18. janúar 2019

Arion banki semur við RB um innleiðingu á nýjum grunnkerfum

RB og Arion banki skrifuðu í dag undir samning um innleiðingu á nýjum grunnkerfum bankans. Um er að ræða kerfi frá Sopra Banking Software og lausnir frá RB sem reknar eru sameiginlega fyrir íslenska bankakerfið. Sopra, sem er eitt stærsta hugbúnaðarfyrirtæki Evrópu með yfir 40 ára reynslu, er samstarfsaðili yfir 800 fyrirtækja í 70 löndum og hefur nú þegar tekið þátt í tveimur innleiðingum á Íslandi.

29. janúar 2019

Arion banki veitir ORF líftækni langtímafjármögnun í samstarfi við Evrópska fjárfestingasjóðinn

Arion banki veitti ORF líftækni hf. nýverið langtímafjármögnun að fjárhæð samtals 3,7 milljónir evra, til frekari uppbyggingar félagsins, í samstarfi við Evrópska fjárfestingasjóðinn, European Investment Fund.

11. febrúar 2019

Fræðslufundur um útgreiðslur úr lífeyrissparnaði

Að mörgu er að hyggja þegar kemur að útgreiðslu lífeyrissparnaðar og af því tilefni bjóðum við til opins fræðslufundar í höfuðstöðvum bankans í Borgartúni 19, þriðjudaginn 26. febrúar kl. 17:30.

13. febrúar 2019

Á þitt fyrirtæki heima í Startup Reykjavik – kynningarfundur 21. febrúar

Startup Reykjavik hefur fyrir löngu sannað gildi sitt þegar kemur að víðtækum stuðningi við frumkvöðlafyrirtæki. Umsóknarfrestur í viðskiptahraðalinn fyrir starfsárið 2019 rennur út þann 27. mars næstkomandi.

20. febrúar 2019

Skýrslur Arion banka fyrir árið 2018

Arion banki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Skýrslurnar eru á rafrænu formi og því aðeins aðgengilegar á vef bankans. Ársreikningur bankans fyrir árið 2018 var birtur 13. febrúar og er einnig aðgengilegur á vef bankans.

26. febrúar 2019

Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson nýr svæðisstjóri Arion banka á Vesturlandi

Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson hefur verið ráðinn svæðisstjóri Arion banka á Vesturlandi. Hann tekur við starfinu af Eyjólfi Vilberg Gunnarssyni sem hefur tekið við sem forstöðumaður bíla- og tækjafjármögnunar Arion banka. Sigurgeir Sindri mun hefja störf hjá bankanum 1. apríl.

14. mars 2019

Þrjú Startup Reykjavík fyrirtæki á lista yfir tíu áhugaverðustu sprotana á Íslandi

Vefsíðan EU-Startups er sjálfstæður miðill sem heldur úti greinaskrifum um það helsta sem er að gerast í sprotaumhverfinu í Evrópu.

27. mars 2019

Fjölskylduviðburður í Kringluútibúi laugardaginn 30. mars

Við hvetjum fólk til að kíkja við í útibúi bankans í Kringlunni laugardaginn 30. mars á milli klukkan 13 og 16. Þar verða Stjörnu-Sævar og Þórey Mjallhvít hreyfimyndagerðarmaður og teiknari með hönnunarsmiðju fyrir alla fjölskylduna.

02. apríl 2019

Fræðslufundur um fjárfestingarleiðir, ávöxtun,uppbyggingu og sérstöðu Lífeyrisauka

Á fundinum mun Snædís Ögn Flosadóttir, rekstrarstjóri Lífeyrisauka hjá Arion banka og Hjörleifur Arnar Waagfjörð, forstöðumaður Eignastýringar fagfjárfesta hjá Arion banka, fara yfir ávöxtun, fjárfestingarleiðir og uppbyggingu Lífeyrisauka.

05. apríl 2019

Lausnir vegna tímabundins tekjumissis

Til að koma til móts við þá sem misst hafa störf sín að undanförnu hefur bankinn vakið sérstaka athygli á þeim lausnum sem eru í boði vegna tímabundins tekjumissis.

11. apríl 2019

Vörumessa Ungra frumkvöðla í Smáralind

​Helgina 5. og 6. apríl var haldin vörumessa JA Iceland - Ungra frumkvöðla í Smáralind. Vörumessan er nokkurs konar uppskeruhátíð, en frá áramótum hafa 550 nemendur í 13 framhaldsskólum unnið sleitulaust við að þróa vörur sem voru til sýnis og sölu í Smáralindinni.

12. apríl 2019

Bankastjóri Arion banka segir starfi sínu lausu

​Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, hefur sagt starfi sínu lausu. Stjórn bankans og Höskuldur hafa komist að samkomulagi um að hann sinni starfi bankastjóra fram til næstu mánaðarmóta.

29. apríl 2019

Helga Halldórsdóttir ráðin forstöðumaður mannauðs hjá Arion banka

Helga Halldórsdóttir hefur tekið við starfi forstöðumanns mannauðs hjá Arion banka. Helga hefur starfað hjá bankanum og fyrirrennara hans í um 12 ár og er viðskiptafræðingur að mennt frá Háskóla Íslands.

30. apríl 2019

Arion banki tileinkar sér nýjar meginreglur UNEP FI um ábyrga bankastarfsemi

Nýlega undirritaði Arion banki yfirlýsingu þess efnis að bankinn muni fylgja sex nýjum meginreglum UNEP FI um ábyrga bankastarfsemi í sátt við samfélag og umhverfi.

08. maí 2019

Viðskiptavinir Arion banka geta nú greitt með Apple Pay!

Viðskiptavinir Arion banka, sem eru með Visa debet- eða kreditkort, geta frá og með deginum í dag notað Apple Pay til að greiða fyrir vörur og þjónustu.

28. maí 2019

Arion banki innkallar endurskinsmerki

Arion banki innkallar endurskinsmerki sem hafa verið afhent á vegum bankans. Ástæða innköllunarinnar er að við athugun Umhverfisstofnunar á sambærilegum merkjum kom upp grunur um frávik frá reglum Evrópusambandsins um efnainnihald.

06. júní 2019

Bíla- og tækjafjármögnun Arion banka flytur í Smáraútbú

Föstudaginn 7. júní mun starfsemi bíla- og tækjafjármögnunar Arion banka opna í Smáraútibúi í Kópavogi. Undanfarin ár hefur starfsemin verið í Borgartúni 18 en flytur nú alfarið yfir í Kópavoginn.

25. júní 2019

Benedikt Gíslason ráðinn bankastjóri Arion banka

Stjórn Arion banka hefur ráðið Benedikt Gíslason í starf bankastjóra og mun hann hefja störf 1. júlí næstkomandi. Benedikt hefur umfangsmikla reynslu af störfum á íslenskum fjármálamarkaði undanfarna tvo áratugi.

28. júní 2019

Arion banki selur hlut sinn í Stoðum

Arion banki hf. hefur samið við dreifðan hóp fjárfesta um kaup þeirra á öllum hlut bankans í Stoðum hf.

08. júlí 2019

Ásgeir H. Reykfjörð ráðinn aðstoðarbankastjóri Arion banka

​Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason hefur verið ráðinn aðstoðarbankastjóri Arion banka og mun hann hefja störf með haustinu. Um nýtt hlutverk er að ræða innan bankans.

30. júlí 2019

Söluferli TravelCo, Heimsferða og Terra Nova Sól

Arion banki hefur hafið söluferli á öllu hlutafé TravelCo hf., Heimsferða ehf. og Terra Nova Sól ehf. Félögin reka ferðaskrifstofur á Íslandi, í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi.

09. ágúst 2019

Niðurstöður hluthafafundar Arion banka 9. ágúst 2019

Hluthafafundur Arion banka hf. var haldinn föstudaginn 9. ágúst kl. 16:00 í Borgartúni 19, 105 Reykjavík.

14. ágúst 2019

Yfir 2.500 þátttakendur á Arion banka mótinu í fótbolta

Yfir 2.500 börn hafa skráð sig til leiks á Arion banka mótinu í fótbolta sem haldið verður um helgina, 17.-18. ágúst, á félagssvæði Víkings í Fossvogi.

09. september 2019

Jónína S. Lárusdóttir framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Arion banka hættir störfum

​Jónína S. Lárusdóttir, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Arion banka, hefur óskað eftir að láta af störfum hjá bankanum.

12. september 2019

Rakel Óttarsdóttir framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs Arion banka hættir störfum

Rakel Óttarsdóttir, framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs Arion banka, hefur óskað eftir að láta af störfum. Rakel hefur setið í framkvæmdastjórn bankans frá árinu 2011 þegar hún tók við starfi framkvæmdastjóra þróunar- og markaðssviðs.

30. september 2019

Breytingar á Priority Pass heimsóknargjaldi

Gjald vegna heimsókna með Priority Pass á betri stofur flugvalla mun hækka úr 2.900 kr. í 3.900 kr. frá og með 1. október 2019.

04. október 2019

Vel mætt á morgunverðarfund um samvinnuleið

Arion banki, breska sendiráðið á Íslandi og bresk-íslenska viðskiptaráðið buðu til morgunverðarfundar fimmtudaginn 3. október um fjármögnun innviðaverkefna með samvinnuleið (public-private partnership).

10. október 2019

Arion banki styrkir Krabbameinsfélag Íslands um eina milljón króna

Í tilefni af bleikum október afhenti Arion banki í dag Krabbameinsfélagi Íslands eina milljón króna í styrk.

24. október 2019

Arion banki í 25. sæti á jafnréttislista Allbright

Allbright stofnunin í Svíþjóð hefur nú lokið úttekt á þeim 333 skráðu fyrirtækjum sem skráð eru í kauphöllina í Svíþjóð út frá stöðu jafnréttismála

30. október 2019

Afkoma Arion banka á þriðja ársfjórðungi 2019

Hagnaður samstæðu Arion banka á þriðja ársfjórðungi 2019 nam 0,8 milljörðum króna samanborið við 1,1 milljarð króna á sama tímabili 2018. Arðsemi eigin fjár var 1,6% á þriðja ársfjórðungi 2019 samanborið við 2,3% á sama tímabili árið 2018.

06. nóvember 2019

Nú getur þú borgað með Garmin og Fitbit

Viðskiptavinir Arion banka, sem eru með Visa debet- eða kreditkort, geta frá og með deginum í dag notað Garmin Pay og Fitbit Pay til að greiða fyrir vörur og þjónustu með úrinu sínu.

26. nóvember 2019

Yltal Fjártækniklasans með Benedikt Gíslasyni í Borgartúni í dag

Í dag kl. 14.00 verður Fjártækniklasinn með fund í Arion banka sem nefnist Yltal. Þar mun Gunnlaugur Jónsson, framkvæmdastjóri Fjártækniklasans, ræða við Benedikt Gíslason, bankastjóra, um hvernig Arion banki nálgast fjártæknibylgjuna og breytt umhverfi fjármálageirans.

28. nóvember 2019

Hagspá Arion banka kynnt fimmtudaginn 5. desember

Arion banki býður til morgunfundar fimmtudaginn 5. desember í höfuðstöðvum bankans, Borgartúni 19, þar sem fjallað verður um efnahagshorfur til næstu þriggja ára.

10. desember 2019

Skertur opnunartími í útibúum Arion banka í dag vegna veðurs

Útibú Arion banka á Blönduósi verður lokað í dag. Útibú bankans á Siglufirði og Sauðárkróki verða opin til kl. 11:00 í dag vegna veðurs.

11. desember 2019

Skertur opnunartími í dag í útibúum Arion banka á Norður- og Austurlandi

Útibú Arion banka á Norður- og Austurlandi verða lokuð til a.m.k. klukkan 12:00 í dag vegna þess veðurs sem gengið hefur yfir landið og þeirrar ófærðar sem nú er þar víða.

17. desember 2019

Arion banki og Fjármálaeftirlitið gera samkomulag um að ljúka máli með sátt

Fjármálaeftirlitið tilkynnti Arion banka í apríl 2018 að það hefði til skoðunar meðferð bankans á hagsmunaárekstrum í tengslum við aðkomu bankans að fjármögnun kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík.

19. desember 2019

Nordic Visitor kaupir Terra Nova

Nordic Visitor hf. hefur keypt ferðaskrifstofuna Terra Nova Sól hf. af dótturfélagi Arion banka. Terra Nova var hluti af TravelCo hf. sem var stofnað í kjölfar gjaldþrots PrimeraAir og Arion banki tók yfir í júní síðastliðnum.