Mannauður

Með því að skapa jákvætt vinnuumhverfi getum við haldið í og laðað til okkar besta starfsfólkið. Í sameiningu leggjum við okkur fram um að skilja þarfir og uppfylla væntingar viðskiptavina okkar, því upplifun þeirra er hjartað í Arion banka.

Mannauðsstefna Arion banka

Rétta fólkið. Að staðið sé faglega að ráðningum og að réttur einstaklingur sé í hverju starfi. Vöndum móttöku starfsfólks og viðskilnað.

Skýr sýn í jafnréttismálum. Hámörkum mannauðinn með fjölbreyttum hópi starfsfólks og með því að tryggja jöfn tækifæri og kjör.

Ánægja og samskipti. Vinnum markvisst að því að skapa hvetjandi starfsumhverfi þar sem starfsfólki líður vel, er ánægt í starfi og tekur ábyrgð. Leggjum áherslu á jafnvægi milli vinnu og einkalífs og hvetjum til heilbrigðs lífernis.

Stöðug þróun og fræðsla. Áhersla á að viðhalda og auka þekkingu og færni starfsfólks ásamt því að veita tækifæri til starfsþróunar.

Öflug forysta. Stjórnendur með skýra framtíðarsýn og markvisst unnið að því að þroska leiðtogafærni þeirra. Áhersla á uppbyggilega endurgjöf til starfsfólks.

Skilvirkt vinnuumhverfi. Aðferðir straumlínustjórnunar nýttar til að auka skilvirkni og umbótamenning ríkir á vinnustaðnum.

Góð þjónusta. Leggjum okkur alltaf fram um að veita öfluga og góða þjónustu og sinnum störfum okkar af árvekni. Sýnum traust og faglegt viðmót í öllum samskiptum og förum fram úr væntingum, bæði samstarfsfólks og viðskiptavina.

Mannauðsstefnan í heild á vefsíðu bankans

Skipulagsbreytingar

Í september 2019 voru kynntar umfangsmiklar skipulagsbreytingar með tilheyrandi breytingum á framkvæmdastjórn og starfsfólki bankans fækkaði um 12% eða um eitt hundrað í þessum aðgerðum, 80% í höfuðstöðvum bankans og 20% í útibúum.

Helga Halldórsdóttir tók við sem forstöðumaður mannauðs í apríl 2019.

Þetta hefur verið ár mikilla breytinga hjá bankanum. Áherslur mannauðsteymisins á þessu ári hafa því að miklu leyti verið að styðja við starfsfólk og stjórnendur í þeim breytingum sem hafa orðið og sinna verkefnum þeim tengdum. Við höfum unnið að mörgum umbótaverkefnum á árinu, sem m.a. tengjast bættu aðgengi að upplýsingum er varða mannauðsmál, styttingu vinnuvikunnar, rafrænum ráðningarsamningum, breyttu fyrirkomulagi tímaskráninga, aukinni áherslu á rafræna fræðslu og þjálfun starfsfólks í að veita framúrskarandi þjónustu. Við leggjum okkur fram um að skapa hvetjandi og eftirsóknarvert starfsumhverfi fyrir okkar frábæra starfsfólk sem er árangursdrifið og leggur sig fram um að gera betur í dag en í gær. Fram undan eru spennandi tímar með enn frekari áherslu á stafræna þjónustu en um leið á jákvæð og persónuleg samskipti. Þar gegnir mannauður lykilhlutverki með stuðningi, þjálfun og þróun starfa og starfsumhverfis í takt við áherslur.

Helga Halldórsdóttir, forstöðumaður mannauðs

Velferð starfsfólks

Mánaðarlega er send út rafræn könnun til starfsfólks þar sem meðal annars er spurt um líðan, markmið, samskipti og tækifæri til þróunar. Svörunin er almennt góð og á kvarðanum 1-5 var meðaltalið 4,41 árið 2019 og hækkaði því lítillega frá árinu 2018 þegar meðaltalið var 4,36.

Fjölbreyttur hópur starfsfólks

Hjá Arion banka starfar fjölbreyttur hópur fólks sem hefur margvíslega menntun ásamt víðtækri reynslu og þekkingu af ýmsum sviðum samfélagsins. Árið 2018 var meðaltal stöðugilda 820 en árið 2019 var meðaltalið 755. Í lok árs 2018 voru stöðugildi 794 en í lok árs 2019 voru þau 687, stöðugildum fækkar því um 107 milli ára.

Kynjaskipting stjórnenda með mannaforráð
Aldursdreifing

Meðalaldur starfsfólks Arion banka er 41,8 ár. Meðalstarfsaldur er 10,1 ár en jafnframt er fjöldi starfsfólks sem hefur starfað hjá bankanum og forverum hans í mun lengri tíma eða í allt að 44 ár.

Kynjaskipting starfsfólks

Jafnrétti

Arion banki hefur sett sér skýra stefnu í jafnréttismálum en stefnuna má sjá hér. Bankastjóri ber ábyrgð á framgangi jafnréttismála innan bankans en í hans umboði starfar jafnréttisnefnd skipuð fulltrúum starfsfólks sem setur fram aðgerðaráætlun í jafnréttismálum. Markmið áætlunarinnar er að stuðla að jafnri stöðu og jöfnum tækifærum starfsfólks óháð kyni, kynhneigð, uppruna, þjóðerni, litarhafti, aldri, fötlun eða trú, eða annarri stöðu.

Markmið áætlunarinnar er að stuðla að jafnri stöðu og jöfnum tækifærum starfsfólks óháð kyni, kynhneigð, uppruna, þjóðerni, litarhafti, aldri, fötlun eða trú, eða annarri stöðu.

Frá árinu 2014 hefur bankinn verið aðili að Jafnréttissáttmála UN Women og UN Global Compact. Jafnréttissáttmálinn er alþjóðleg yfirlýsing og samkomulag á vegum Sameinuðu þjóðanna sem fyrirtæki og stofnanir geta haft að leiðarljósi við innleiðingu ábyrgra starfshátta, óháð landi og atvinnugrein, og snúa viðmiðin fyrst og fremst að kynjajafnrétti.

Arion banki fylgir lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008, með síðari breytingum og öllum öðrum reglum og lögum um að konum og körlum sé ekki mismunað og að einstaklingar skuli fá greidd jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf. Bankinn er með jafnlaunavottun og fer eftir jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012 en fram undan er endurvottun á vormánuðum ársins 2020.

Bankinn er með jafnlaunavottun og fer eftir jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012 en fram undan er endurvottun á vormánuðum ársins 2020.

Arion banki virðir mannréttindi og starfar í samræmi við íslensk lög og alþjóðlegar skuldbindingar. Í lok árs 2016 varð Arion banki aðili að UN Global Compact, alþjóðlegri yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð fyrirtækja. Með þátttökunni skuldbatt bankinn sig til þess að vinna að tíu grundvallarviðmiðum Sameinuðu þjóðanna sem varða samfélagsábyrgð, þar með talið að mannréttindum.

Áhersla Arion banka á jafnrétti styður við fimmta heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem snýr að jafnrétti kynjanna (e. gender equality).

Allbright-stofnunin í Svíþjóð hefur gert úttekt á þeim 333 skráðu fyrirtækjum sem skráð eru í kauphöllina í Svíþjóð út frá stöðu jafnréttismála. Arion banki er í 25. sæti í ár en var í 17. sæti í fyrra. Í úttektinni er fyrst og fremst horft til hlutfalls kynja í stjórn og framkvæmdastjórn fyrirtækja.

Gagnkvæm virðing á vinnustað

Við leggjum áherslu á að samskipti á vinnustaðnum einkennist af gagnkvæmri virðingu og líðum ekki óæskilega hegðun af neinu tagi. Bankinn er með stefnu gegn einelti, áreitni og ofbeldi ásamt því að einn af hornsteinum bankans er að koma hreint fram. Eineltisteymi hefur umsjón með stefnu bankans gegn einelti, áreitni og ofbeldi. Til staðar er ferli til að taka við ábendingum frá starfsfólki um óæskilega hegðun.

Heilsuvernd

Markvisst er unnið að því að skapa starfsumhverfi þar sem starfsfólki líður vel og er ánægt í starfi. Við leggjum áherslu á að starfsfólk geti samræmt fjölskylduábyrgð og starfsskyldur eins vel og mögulegt er og teljum jafnvægi milli vinnu og einkalífs mikilvægt. Þá er starfsfólk hvatt til að huga vel að eigin heilsu og stunda heilbrigt líferni og leggur bankinn sitt af mörkum til að aðstoða starfsfólkið, til að mynda með heilsufarsskoðunum, íþróttastyrk og heilsutengdum viðburðum.

Á fjögurra mánaða fresti er starfsfólk spurt út í jafnvægi milli vinnu og einkalífs, svörunin er almennt góð og á kvarðanum 1-5 er ársmeðaltalið 4,29. Í þessari sömu könnun er einnig spurt út í ánægju með stöðu jafnréttismála og þar er meðaltalið 4,06.

96%

Heilsuvísitala
Arion banka

24,7%

starfsfólks nýttu
samgöngustyrk

74,3%

starfsfólks nýttu 
íþróttastyrk

39

heilsutengdir viðburðir
í boði á árinu

47%

þeirra sem fengu boð
í heilsufarsskoðun þáðu boðið

Fræðsla og starfsþróun

Boðið er upp á fræðslu og þjálfun fyrir starfsfólk eftir fjölbreyttum leiðum. Markvisst hefur verið unnið að því að efla rafræna fræðslu með það að markmiði að allir hafi þá þekkingu og færni sem starfið krefst hverju sinni. Áhersla er á að veita starfsfólki tækifæri til starfsþróunar með nýjum áskorunum, aukinni ábyrgð og krefjandi verkefnum. Lagt er upp með að hver og einn starfsmaður beri ábyrgð á eigin þekkingu og hvetjum við starfsfólk til að sýna metnað og vilja til þess að efla sig og þróast í starfi.

Meðaltími fræðslu 2018 og 2019
klst.

Á árinu var áfram unnið að því að efla þjónustumenningu í bankanum í takt við þjónustustefnuna okkar „A plús“. Innleiðingin byggir á grunni straumlínustjórnunar sem hefur verið innleidd í bankanum. Lögð hefur verið áhersla á að skapa lærdómsmenningu, vinna að umbótum og gera þannig stöðugt betur í dag en í gær. Samhliða hefur verið lögð enn meiri áhersla á að veita starfsfólki fræðslu um okkar vörur og þjónustu.

Meginverkefni 2019

  • A plús þjónustuþjálfun
  • Aukin fræðsla til stjórnenda og starfsfólks á tímamótum
  • Einfalda aðgengi að fræðslu fyrir starfsfólk
  • Endurskoðun á ferli móttöku nýliða og nýliðafræðslu
  • Rafrænt fræðsluefni og þróun
  • Vellíðan á vinnustað
Meðaltími fræðslu eftir kyni
klst.
Meðaltími fræðslu stjórnenda og starfsfólks
klst.

4.656

Þátttakendur í fræðsluviðburðum
bankans fyrir starfsfólk

165

Fræðsluviðburðir fyrir starfsfólk
í boði á árinu

91

Rafrænn
fyrirlestur

5,7

Hver starfsmaður sótti
að meðaltali tæplega 6 fræðsluviðburði

21,7

Hver starfsmaður hlustaði að meðaltali á tæplega 22 rafræna fyrirlestra

Nánari upplýsingar um mannauðsmál Arion banka má finna í samantekt á ófjárhagslegum upplýsingum fyrir árið 2019 og í GRI tilvísunartöflu.