Hlutir og hluthafar

Hlutafé Arion banka er 1.814 milljónir króna að nafnvirði. Hlutafé félagsins tilheyrir allt einum flokki hlutafjár og er hver hlutur ein króna að nafnverði og eitt atkvæði. Viðskipti með hlutabréf bankans fara fram hjá Nasdaq Iceland en einnig hjá Nasdaq Stockholm í formi sænskra heimildaskírteina (SDR) þar sem eitt SDR jafngildir einum hlut. Á aðalfundi Arion banka hf. sem fram fór þann 20. mars 2019 var samþykkt lækkun á hlutafé félagsins um 186.000.000 kr. að nafnvirði til jöfnunar á eigin hlutum félagsins. Endurkaupaáætlun bankans var svo hrint í framkvæmd undir lok október og í árslok 2019 átti bankinn samtals 41.241.120 af eigin bréfum og heimildarskírteinum sem jafngildir 2,27% af hlutafé félagsins. Enginn atkvæðisréttur fylgir hlutum sem eru í eigu bankans.

Stærstu hluthafar 

Talsverðar breytingar voru á eignarhaldi bankans á árinu. Kaupskil, sem í mörg ár hefur verið langstærsti hluthafi bankans, seldi síðustu bréf sín í bankanum í júlí. Kaupendur voru margir og má þar helst nefna Taconic Capital og íslenska lífeyrissjóði. Í lok desember 2019 var Taconic Capital stærsti hluthafi í Arion banka með 23,53% eignarhlut. Sculptor Capital Management var annar stærsti hluthafi bankans með 9,53% eignarhlut.

Stærstu hluthafar - 31. desember 2019 Fjöldi hluta %
Taconic Capital Advisors UK LLP 426.749.999 23,53%
Sculptor Capital Management 172.802.115 9,53%
Gildi lífeyrissjóður
159.424.358 8,79%
Lansdowne Partners
91.083.601 5,02%
Stoðir hf. 90.000.000 4,96%
Goldman Sachs International 67.400.000 3,72%
Lífeyrissjóður verslunarmanna 66.630.969 3,67%
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) 63.000.000 3,47%
Eaton Vance 58.571.092 3,23%
Stefnir hf. 44.699.870 2,46%
Arion banki hf. 41.241.120 2,27% 
Frjálsi lífeyrissjóðurinn
39.496.480
2,18%

Í lok árs var tæplega helmingur hluthafa íslenskur og eru aðrir hluthafar fyrst og fremst frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi og Svíþjóð. Heildarfjöldi hluthafa bankans er yfir 6500.

  31.12.2018   31.12.2019
 Ísland 45,7% 52,0%
 Bretland 29,7% 22,9%
 Bandaríkin 18,3% 14,1%
 Þýskaland 1,9% 2,0%
 Svíþjóð 1,4% 1,7%
 Annað 3,4% 1,4%

Hlutabréfaviðskipti og árangur

Á fyrsta og öðrum ársfjórðungi 2019 mátti greina talverðar sveiflur á hlutabréfaverði bankans. Má það helst rekja til óvissu í hagkerfinu fyrir og eftir fall WOW air í mars 2019. Árangur hlutabréfa bankans var hins vegar góður þegar árið er skoðað í heild en hlutabréf hjá Nasdaq Iceland hækkuðu um 22,4% og SDR hjá Nasdaq Stockholm hækkuðu um 29,2%. Jafnframt greiddi bankinn arð á fyrsta ársfjórðungi sem nam 5 krónum á hlut og hóf endurkaupaáætlun á fjórða ársfjórðungi. 

Árangur hlutabréfa bankans var hins vegar góður þegar árið er skoðað í heild en hlutabréf hjá Nasdaq Iceland hækkuðu um 22,4% og SDR hjá Nasdaq Stockholm hækkuðu um 29,2%.

Meðalvelta á dag árið 2019 með hlutabréf bankans og SDR meira en tvöfaldaðist frá fyrra ári. Meðalvelta á dag var um 5,2 milljónir hlutabréfa og um 1,5 milljónir heimildarskírteina (um 6,7 milljónir samtals).

Þróun hlutabréfaverðs Arion banka og meðalstórra (mid cap) banka á Norðurlöndum og banka í Evrópu

Ef þróun hlutabréfaverðs og SDR-verðs á árinu er borin saman við valda banka af svipaðri stærðargráðu (mid cap) má sjá að Arion banki var með einn besta árangurinn á árinu 2019. Aðeins Ringkjöbing Landbobank var með betri árangur í þessum samanburði eða yfir 50% hækkun á hlutabréfaverði. Arion Banki hækkaði jafnframt meira en allir stóru norrænu bankarnir (large cap) og umtalsvert meira en evrópska bankavísitalan (STOXX EUROPE 600 Banks).

Þróun hlutabréfaverðs Arion banka og vísitalna í Evrópu og á Norðurlöndum
Heimild: Bloomberg

Arðgreiðslur og endurkaup

Í mars samþykkti aðalfundur Arion banka arðgreiðslu sem nam 10 milljörðum króna eða 5 krónum á hlut. Heimild endurkaupaáætlunar bankans sem hrint var í framkvæmd í október nam allt að 3,2% af útgefnum hlutabréfum eða að hámarki 59 milljónum hluta. Í lok árs hafði bankinn keypt yfir 41 milljón hluta og SDR (um 2,27% af útgefnum hlutabréfum) að andvirði um 3,3 milljarða króna. Samtals námu því arðgreiðslur og endurkaup á árinu um 12,4 milljörðum króna þegar tekið hefur verið tillit til eigin bréfa bankans.

Gildandi markmið bankans miðast við að hefðbundnar arðgreiðslur til hluthafa skuli nema um 50% af hagnaði ársins. Jafnframt getur bankinn tekið þá ákvörðun að greiða arðgreiðslur umfram það markmið ef nægt eigið fé er fyrir hendi.

Hlutabréf og heimildarskírteini (SDR) - helstu tölur
2018
2019
Hagnaður á hlut, í krónum 3,89
0,61
Arður á hlut, í krónum 5,00
5,00
V/H hlutfall 18,46
142,32
Markaðsvirði, ma.kr. 141
157
Markaðsvirði, ma.SEK
10,4
12,1



Hlutabréfaverð, 31. desember, kr. á hlut
70,5
86,3
     Hlutabréfaverð (í formi SDR2), 31. desember, SEK
5,18
6,69
Hæsta hlutabréfaverð á árinu (dagslokaverð), kr. á hlut1
93,6
86,3
     Hæsta hlutabréfaverð á árinu (SDR2 dagslokaverð), SEK1
8,07
6,69
Lægsta hlutabréfaverð á árinu (dagslokaverð), kr. á hlut1
70,5
69,3
     Lægsta hlutabréfaverð á árinu (SDR2 dagslokaverð), SEK1
5,18
5,25
Ávöxtun í árslok, kr.1
-6,0%
22,4%
     Ávöxtun í árslok (SDR2), SEK1
-15,2%
29,2%
 

Ávöxtun hluthafa mælt í krónum, %
0,7%
29,5%
A/V hlutfall mælt í krónum, %
7,1%
5,8%
Meðalvelta á dag á Nasdaq Iceland
(fjöldi hluta)1
1.206.679
5.226.166
     Meðalvelta á dag á Nasdaq Stockholm
     (fjöldi SDR2)1
1.289.180
1.535.166
Fjöldi útistandandi hluta 31. desember (milljónir hluta)
2.000
1.814
     Fjöldi útistandandi SDR2 31. desember (milljónir skírteina)
685
265
Fjöldi eigin hluta 31. desember (milljónir hluta)
186
41


1) Frá skráningu bankans á almennan hlutabréfamarkað 15. júní 2018
2) SDR = Sænsk heimildarskírteini, eitt skírteini jafngildir einum hlut